Tjaldstæði á norðausturhorninu að fyllast

Tjaldstæðið á Húsavík nú um hádegi.
Tjaldstæðið á Húsavík nú um hádegi. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Öll tjaldstæði í sveitarfélaginu Norðurþingi eru full vegna fjöldatakmarkana og verið er að vísa fólki frá, og það sama gildir um flest tjaldsvæði í nágrenninu, samkvæmt tilkynningu á vef Norðurþings.

Þar segir að blíðviðri sé spáð á norðausturhorni landsins um helgina á næstu daga og að ferðalangar streymi á svæðið.

Þeim vinsamlegu tilmælum beint til ferðalanga að kanna aðra möguleika en gistingu á tjaldsvæðum þar sem að ekkert er laust á þeim í augnablikinu.
Fjöldamörg gistiheimili og hótel eru á í Norðurþingi og nágrenni sem er tilvalið að nýta sér nú næstu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert