Víða úrkoma um helgina

Rigning verður á öllu landin um helgina segir veðurfræðingur
Rigning verður á öllu landin um helgina segir veðurfræðingur Kort/Veðurstofa Íslands

Útlit er fyrir rigningu á öllu landinu um helgina. Rigning með köflum víðast hvar í dag, en þurrt og hlýtt á Norðausturlandi.

Á morgun er útlit fyrir einhverja úrkomu vestanlands en mest verður úrkoman á sunnudag. Þá verður rigning á öllu landinu fram eftir degi en styttir upp um kvöldið. Lítill vindur verður á mestöllu landinu um helgina

Veðurfræðingur segir í samtali við mbl.is að ekki verði gaman fyrir þá sem kjósi heldur sól og sumar að ferðast um helgina. Hann leggur til að sólarelskendur fari eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda og hafi það notalegt heimavið um helgina.

Veðurvefur mbl.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert