Víðir snýr aftur á fund dagsins

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn skýtur létt á Þórólf Guðnason sóttvarnalækni.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn skýtur létt á Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. Ljósmynd/Lögreglan

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14:00 í dag í Katrínartúni 2, 2. hæð.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála, varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi.

Víðir fór í sýnatöku í gærmorgun eftir að hafa vaknað með einkenni sem þekkt eru þegar fólk er með COVID-19. Hann er ekki veiruna og snýr aftur til starfa í dag.

Gestur fundarins verður Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert