Bankarnir taka yfir íbúðalánamarkaðinn

Í júnímánuði dróst íbúðalánasafn lífeyrissjóðanna saman um ríflega 300 milljónir króna.

Skýringanna er fyrst og fremst að leita í miklum uppgreiðslum verðtryggðra lána en óverðtryggðar lánveitingar hafa einnig dregist verulega saman. Í júnímánuði í fyrra námu ný útlán sjóðanna til íbúðakaupa eða endurfjármögnunar húsnæðis yfir sjö milljörðum króna.

Á sama tíma og útlán sjóðanna hafa dregist mikið saman hafa bankarnir sótt mjög í sig veðrið á sama markaði, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nýlegar tölur frá Seðlabanka Íslands sýna að lánveitingar þeirra, þar sem íbúðarhúsnæði er lagt að veði, námu tæpum 28,5 milljörðum króna í júnímánuði. Í sama mánuði í fyrra námu lánveitingarnar 4,7 milljörðum króna umfram upp- og umframgreiðslur.

Líkt og fjallað hefur verið um í Morgunblaðinu hafa íbúðavextir bankanna lækkað hraðar í kjölfar stýrivaxtalækkana Seðlabankans en hjá lífeyrissjóðunum. Á umliðnum árum hafa sjóðirnir hins vegar í flestum tilvikum boðið hagstæðari lánakjör en bankarnir hafa treyst sér til að gera.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert