Feðgarnir Þórólfur og Hafsteinn tóku lagið

Dúett feðganna Þórólfs og Hafsteins var einstaklega fallegur.
Dúett feðganna Þórólfs og Hafsteins var einstaklega fallegur. Skjáskot/RÚV

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og sonur hans, söngvarinn Hafsteinn Þórólfsson fluttu dúett á hátíðardagskrá Hinsegin daga. 

Lagið Ég er eins og ég er varð fyrir valinu, en segja má að lagið sé eins konar einkennislag Hinsegin daga hér á landi.

Hátíðardagskrá Hinsegin daga var á dagskrá RÚV í kvöld, en Hafsteinn var sá sem upprunalega flutti Ég er eins og ég er á íslensku. 

Flutningurinn var einstaklega fallegur og hefur vakið mikla lukku á samfélagsmiðlum eins og sjá má hér að neðan. 

Myndband af flutningnum má finna á vef RÚV. 

mbl.is

Bloggað um fréttina