Sjö smit greindust í gær, þar af 3 innanlands

Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Þrjú kór­ónu­veiru­smit greind­ust inn­an­lands síðasta sól­ar­hring, öll hjá sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans. Fjögur smit greind­ust við landa­mær­in, tvö af þeim eru virk en mót­efna­mæl­ing­ar er beðið í tveimur tilvikum.

Þetta kemur fram á vefnum covid.is.

581 sýni var tek­ið hjá sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans og 2.430 á landa­mær­un­um.

112 eru í ein­angr­un með virk smit og 946 eru í sótt­kví, 32 fleiri en í gær. Einn er á gjörgæslu en sá er á fertugsaldri eins og greint var frá í gær.

mbl.is