Afleiðingarnar gætu komið í ljós síðar

Alma Möller landlæknir.
Alma Möller landlæknir. Ljósmynd/Lögreglan

Alma D. Möller landlæknir segir ekkert benda til þess að dauðsföllum hafi fjölgað hér á landi síðustu mánuði vegna breyttrar áherslu heilbrigðiskerfisins í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. 

Þetta sagði Alma á upplýsingafundi almannavarna í dag. 

Breskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að um 16.000 manns hefðu látist vegna skorts á heilbrigðisþjónustu á meðan útgöngubann í Bretlandi var í gildi, en alls létust um 25.000 af völdum kórónuveirunnar á sama tímabili. 

Alma segir engar vísbendingar vera um að það séu umframdauðsföll hér á landi miðað við síðustu ár. Hún bendir þó á að mögulega eigum við eftir að sjá afleiðingar breyttra áherslna heilbrigðiskerfisins síðar, til dæmis ef krabbabein sé að greinast síðar en ella vegna veirunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert