Annar lagður inn á sjúkrahús

Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Tveir eru á sjúkrahúsi vegna COVID-19. Annar var lagður inn í gær og er hann á níræðisaldri. Hinn er á fertugsaldri og er á gjörgæslu en ekki hefur þurft að leggja þann sem er á níræðisaldri inn á gjörgæslu. 

Þrjú ný smit kórónuveirunnar greindust í gær og voru allir þrír í sóttkví við greiningu. Virk smit í samfélaginu eru nú alls 114 og í öllum landshlutum. Tveir eru á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. 

mbl.is