„Konráð er fundinn heill á húfi“

Konráðs Hrafnkelssonar var saknað en hann er nú fundinn.
Konráðs Hrafnkelssonar var saknað en hann er nú fundinn. Ljósmynd/Lögreglan

Konráð Hrafnkelsson, sem saknað hafði verið síðan 30. júlí, er kominn í leitirnar og er hann heill á húfi. Þetta kemur fram í facebookfærslu Hlínar Ástþórsdóttur, móður Konráðs. 

Hún þakkar ættingjum, vinum og öðrum sem að leitinni komu fyrir „hlýhug, kveðjur, bænir og allan þann stuðning sem okkur hefur verið veittur í leitinni að Konráði, allur sá stuðningur er ómetanlegur og verður aldrei þakkað nóg“.

Þá segir Hlín að fjölskyldan sé þakklát fyrir að fá Konráð heim. 

Lögreglan hérlendis sem og lögreglan í Belgíu, þar sem Konráð er búsettur, leituðu Konráðs og fór fjölskylda hans einnig út til Belgíu. 

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is