Leituðu tveggja sem villtust í þoku

Fólkið var villt í nágrenni Keilis. Mynd úr safni.
Fólkið var villt í nágrenni Keilis. Mynd úr safni. mbl.is/​Hari

Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út um klukkan átta í kvöld vegna tveggja einstaklinga sem voru villtir í þoku. Símasamband var við fólkið og náði það að lokum að komast af sjálfsdáðum að bíl sínum um klukkan hálfníu. Hafði það þá verið villt í 4-5 klst. 

Er einn hópur björgunarfólks með fólkinu á heimleið, en alls tóku um 40 björgunarmenn þátt í leitinni. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg var fólkið statt í grennd við Trölladyngju og Keili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert