Miklir vatnavextir: Illfært með dráttarvél

Verulegir vatnavextir eru á Suðurlandi.
Verulegir vatnavextir eru á Suðurlandi. Ljósmynd/Donal Boyd

Lögreglan á Suðurlandi varar fólk við miklum vatnavöxtum í ám í Þórsmörk og á Fjallabaksleið syðri í facebookfærslu.

„Samkvæmt upplýsingum frá skálavörðum í Þórsmörk er vaðið yfir Krossá orðið það vatnsmikið að illfært er fyrir dráttarvél yfir vaðið. Þá eru vöðin yfir Hvanná og Steinholtsá orðin mjög vatnsmikil og illfær. Árnar á Fjallabaksleið syðri eru illfærar óbreyttum jeppabifreiðum.“

Þá er útlit fyrir rigningu á svæðinu næstu daga og hvetur lögreglan fólk til að fara varlega.

Vegagerðin birti viðvörun af svipuðum toga á twittersíðu sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert