Rigningardagar fram undan

Blautir dagar eru fram undan.
Blautir dagar eru fram undan. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Suðaustankaldi eða -strekkingur með rigningu verður í dag, en hægara og úrkomulítið norðaustanlands. Dregur heldur úr vindi og úrkomu með kvöldinu, en rignir enn á Suðausturlandi, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings. 

Áfram verður sunnanátt og rigning með köflum á morgun, mánudag og þriðjudag, en þurrt að kalla norðaustan til. Hlýnar í veðri og fer hiti líklega yfir 20 stig á Norðausturlandi eftir helgi.

Vegna rigningar má búast við vatnavöxtum í ám og lækjum á hálendinu. Þar af leiðandi geta vöð orðið varasöm. Ferðamenn á þeim slóðum eru því hvattir til að fara varlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert