Þrjú ný innanlandssmit

Þrjú kór­ónu­veiru­smit greind­ust inn­an­lands síðasta sól­ar­hring, öll hjá sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans. Eitt smit greind­ist við landa­mær­in en mót­efna­mæl­ing­ar er beðið svo ekki er vitað hvort um sé að ræða virkt smit eður ei.

Þetta kem­ur fram á vefn­um covid.is.

394 sýni voru tek­in hjá sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans og 2.203 á landa­mær­un­um. Engin sýni voru tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu.

112 eru í ein­angr­un með virk smit og 946 eru í sótt­kví. Einn er á gjör­gæslu.

Í tveimur  tilvikum var mótefnamælingar beðið vegna smita sem greindust við landamærin í gær. Reyndust þau bæði óvirk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert