Varar fólk við sundi í Stuðlagili

Stuðlagil.
Stuðlagil. Ljósmynd/Helgi Jóhannsson

Talsvert hefur borið á því í sumar að ferðamenn taki sundsprett í Stuðlagili, sem hefur notið mikilla vinsælda ferðamanna undanfarin ár. Snorri Zóphóníasson jarðfræðingur varar við slíkri háttsemi. 

„Nokkur brögð eru að því að fólk leggist til sunds í hyl í Stuðlagili og gorti af. Þetta er hættulegt,“ skrifar Snorri í færslu sinni á Facebook þar sem hann varar við sundi í Stuðlagili. 

„Hættan er lúmsk og ekki þarf annað en lenda út í að því er virðist sakleysislegan stað þar sem straumurinn er að auka hraðann. Skemmst er að minnast banaslyss sem varð í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð þegar tvær konur fóru út í lygnan hyl og hrifust með útfallinu. Fæst fólk er læst á straumlag í ám,“ skrifar Snorri.  

Sundmenn í Stuðlagili. Nokkur brögð eru að því að fólk leggist til sunds í hyl í Stuðlagili og gorti af. Þetta er...

Posted by Snorri Zóphóníasson on Laugardagur, 8. ágúst 2020
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert