Á annan tug grindhvala í Kollafirði á Ströndum

Lögreglu barst fimm tilkynningar um akstur á búfénað í síðustu …
Lögreglu barst fimm tilkynningar um akstur á búfénað í síðustu viku. mbl.is/Hari

Á annan tug grindhvala var í flæðarmálinu í vestanverðum Kollafirði á Ströndum í síðustu viku. Eitt dýr var sært og drapst skömmu síðar. 

Björgunarsveitin Dagrenning sigldi út að grindhvalahópnum sem var þá um 200 metra frá landi, en samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum voru nokkrir hvalir með skrámur á skrokknum. Hvalirnir voru samt sem áður sprækir að sögn björgunarsveitarfólks, og var hópnum smalað á haf út. 

Í tilkynningu lögreglu segir jafnframt að talsvert hafi verið um að ekið væri á búfé á þjóðveginum að undanförnu og bárust lögreglunni á Vestfjörðum fimm tilkynningar um slíkt í síðustu viku. Ökumenn eru beðnir að hafa í huga þá hættu sem skapast af ám við sumarbeit og fjáreigendur sömuleiðis hvattir til að reyna eftir fremsta megni að halda fé sínu frá vegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert