Allt að 24 stig á Norðausturlandi

Spáð er allt að 24 stiga hita á Húsavík á …
Spáð er allt að 24 stiga hita á Húsavík á morgun. mbl.is/Helgi Bjarnason

Hiti mun ná allt að 24 stigum á norðaustanverðu landinu næstu tvo sólarhringa. Spáð er 23 stigum á Húsavík í dag og er talið að hitinn verði enn hærri á öllu Norðausturlandi á morgun. Lágskýjað og rigning með köflum á suðvesturhorninu.

Útlit er fyrir blíðskaparveður á Norðausturlandi vegna suðvestanáttar sem nú gengur yfir landið. Með suðvestanátt fæst rigningarveður í höfuðborginni en er suðvestanáttin færir sig yfir landið hristir hún úrkomuna af sér og úr verður blíðskaparveður á Norðausturlandi, líkt og raunin er nú.

Veðurfræðingur veðurstofunnar segir að þeir sem enn séu á ferð um landið eigi að gera sér ferð á Norðausturland þar sem veður verður með besta móti næstu daga.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is