Bændur krefjast leiðréttingar verðs

Lambakjöt hefur ekki fylgt almennri verðþróun.
Lambakjöt hefur ekki fylgt almennri verðþróun. mbl.is/Árni Torfason

Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda hefur krafist þess að verð sauðfjárafurða verði leiðrétt. Þetta kemur fram í grein Unnsteins Snorra Snorrasonar, framkvæmdastjóra samtakanna, á vef þeirra.

Þar segir jafnframt að afurðaverð til bænda hafi ekki fylgt almennri þróun verðlags. Afurðaverð á árinu 2019 var rétt um 470 kr./kg. Að því er fram kemur í greiningu samtakanna hefðu bændur hins vegar átt að fá um 690 kr./kg.

Í greiningu Unnsteins hafa verið tekin saman gögn sem benda til þess að afurðaverð sem íslenskir sauðfjárbændur fengu greitt á síðasta ári sé það lægsta í Evrópu. Evrópusambandið gefur vikulega út yfirlit þar sem farið er yfir afurðaverð allra aðildarlanda. Lægsta afurðaverðið er greitt til bænda í Rúmeníu, eða rétt um 485 kr./kg. Hæst var það í Frakklandi þar sem bændur fengu rétt um 1.048 kr./kg. Til samanburðar var verðið til íslenskra sauðfjárbænda haustið 2019 með viðbótargreiðslum 468 kr./kg.

Undir lok greinarinnar er þess óskað að sanngirni sé gætt í viðskiptum við bændur. Vilja samtökin að tryggt verði að sauðfjárafurðir fylgi almennri þróun smásöluverðs hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »