Eins metra regla við ákveðnar aðstæður

Þórólfur og Víðir sýna tveggja metra reglunni.
Þórólfur og Víðir sýna tveggja metra reglunni. Ljósmynd/Lögreglan

Til skoðunar er að taka upp eins metra fjarlægðartakmarkanir í stað tveggja við ákveðnar aðstæður, svo sem í skólum, og leyfa íþróttir með snertingu að nýju.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna, en hann hyggst leggja þetta til í minnisblaði til heilbrigðisráðherra.

Hann sagði að víða væru fjarlægðartakmörk miðuð við einn metra, en að eins metra fjarlægð manna á milli dragi fimmfalt úr smithættu, en svo aukist áhrifin enn frekar með aukinni fjarlægð.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is