Ekið á kind og tvö lömb

Ljósmynd/Lögreglan

Ekið var á kind með tvö lömb á Kjósarskarðsvegi í gærkvöldi og þurfti að flytja bifreiðina af vettvangi með Króki. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki kemur fram hvort kindin og lömbin drápust við áreksturinn né heldur hvort einhver í bifreiðinni hafi meiðst. 

Afskipti höfð af ökumanni bifreiðar eftir umferðaróhapp í Kópavogi (hverfi 203) í nótt og reyndist ökumaðurinn vera sviptur ökuréttindum.

Ölvaður ökumaður var stöðvaður á Seltjarnarnesi í nótt og í Garðabæ hafði lögreglan afskipti af ökumanni síðdegis sem fór yfir á rauðu ljósi. 

Ökumaður sem var stöðvaður af lögreglu um miðnætti í Kópavogi er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, vörslu fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert