Fjórir í einangrun í Vestmannaeyjum

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum.

Fjórir eru í einangrun í Vestmannaeyjum eftir að tveir greindust með kórónuveiruna í gær, en þeir voru báðir í sóttkví.

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri segir að brugðist hafi verið hratt og örugglega við smitum í bæjarfélaginu, en sýni voru tekin úr öllum sem voru í sóttkví á laugardag. Þá verður Íslensk erfðagreining með stóra skimun í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum á morgun.

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

„Þessi einstaklingar voru í sóttkví sem greindust í morgun og svo er þessi stóra skimun á morgun sem mun segja okkur til um stöðuna í samfélaginu,“ segir Íris í samtali við mbl.is og að stefnt sé að því að taka um 500 sýni í slembiúrtaki á morgun.

„Við fylgjumst mjög vel með og erum að hvetja fólk til að gæta að eigin smitvörnum og gera þessar ráðstafanir. Við tökum þetta allt saman alvarlega enda er veiran skæð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert