Flestir fara eftir reglum

Lögregluþjónar sinna eftirliti í miðbæ Reykjavíkur. Hér við English Pub …
Lögregluþjónar sinna eftirliti í miðbæ Reykjavíkur. Hér við English Pub í Austurstræti. Ljósmynd/Lögreglan

Öll lögregluembætti landsins hafa nú farið í eftirlitsferðir á skemmtistaði, í verslanir og á veitingahús og gengið úr skugga um að sóttvarnarreglur séu ekki brotnar.

Í gærkvöldi fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í slíka eftirlitsferð um miðbæ Reykjavíkur. Samkvæmt lögreglu fylgdu flestir fyrirmælum sóttvarnayfirvalda en einhverjir hafi þó fengið tilmæli um úrbætur.

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu ríkislögreglustjóra.


mbl.is