Grunnskólar geta byrjað að óbreyttu

Óvíst er um leiklistarnám í haust, þar sem nándar er …
Óvíst er um leiklistarnám í haust, þar sem nándar er þörf. Ljósmynd/LHÍ

Skólasetning er í grunnskólum víða um land í næstu viku eða þarnæstu. Samkvæmt núgildandi ráðstöfunum, sem Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir ekkert benda til að verði afnumdar 13. ágúst, heldur sennilega framlengdar eða þeim breytt, mega börn fædd eftir 2005 koma saman án samkomutakmarkana.

„Það er grunnskólaaldurinn og leikskólaaldurinn, þannig að út frá gildandi reglum og því sem hefur gilt seinni hlutann í vetur og vor og svo núna, myndi maður halda að starfsemi leik- og grunnskóla núna geti farið fram algerlega óbreytt og með þeim fjöldatakmörkunum fullorðinna sem þar gilda,“ segir Víðir í Morgunblaðinu í dag.

Önnur staða blasir við framhaldsskólum og háskólum. Fólki þar á bæ er enn í fersku minni fjarnámið og Zoom-fundirnir síðasta vor, en margir skólar lokuðu um miðjan mars við fyrsta samkomubann og hófu ekki aftur eðlilega starfsemi. Út frá sóttvarnaráðstöfunum sem nú eru í gildi mun þetta ástand í einhverjum tilvikum endurtaka sig nú í haust.

Sóttvarnalæknir hefur gefið út að sóttvarnayfirvöld muni ekki gefa út sérstök tilmæli um hvernig skólar skulu haga starfsemi sinni, heldur meti hver stofnun það fyrir sig. Víðir talar á sömu nótum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »