Hlýtt og bjart með köflum

Kort/Veðurstofa Íslands

Mjög hlýtt loft streymir nú yfir landið og gæti hiti náð 24 stigum norðaustanlands í dag og á morgun. Það verður dálítil væta sunnan- og vestanlands en bjart með köflum norðaustanlands. Vestlægari vindur á miðvikudag, þurrt að mestu, kólnar dálítið í bili að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Frétt mbl.is

Síðastliðinn sólarhring hefur mikið rignt á sunnanverðu landinu. Vatnshæð hefur því hækkað í ám og lækjum og líkur á grjóthruni og skriðum aukist. Vöð á hálendinu geta verið varasöm eða illfær og eru ferðamenn á svæðinu beðnir að hafa það í huga.

Veðurhorfur næstu daga

Suðlæg átt, 5-10 m/s og víða dálítil rigning eða súld, en bjart með köflum NA-lands. Hvessir á V-verðu landinu síðdegis og bætir í úrkomu. Hiti 11 til 21 stig, hlýjast á NA-landi.

Á þriðjudag:

Sunnan 8-13 m/s og rigning á V-verðu landinu, en mun hægara og bjartviðri eystra. Hiti víða 10 til 16 stig, en yfir 20 stigum NA til.

Á miðvikudag:
Fremur hæg suðvestlæg átt, bjart með köflum og þurrt að mestu, en hvessir V-lands og þykknar upp. Hiti 10 til 19 stig að deginum, hlýjast á SA-landi.

Á fimmtudag:
Suðvestanstrekkingur, talsverð rigning og svalt á V-verðu landinu, en bjartviðri og hlýindi NA-lands.

Á föstudag:
Suðvestanátt, víða bjartviðri og fremur hlýtt í veðri.

Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir hægan vind, lítils háttar vætu með köflum og smám saman kólnandi veður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert