Kaupmáttur heldur áfram að aukast

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verkefni ríkisstjórnarinnar er að verja kaupmátt fólks í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

Að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands hefur kaupmáttur aukist umtalsvert. Á síðastliðnu ári, júní 2019 til júní 2020, hækkaði launavísitalan um 7%. Til samanburðar hækkaði vísitala neysluverðs um 2,6% yfir sama tímabil. Að sögn Bjarna er varnarbarátta fram undan. „Það er alveg ljóst að öll ytri merki eru núna um að við erum komin í varnarbaráttu fyrir þessari góðu stöðu. Það er að segja að verkefnið fram undan er að verja þann kaupmátt sem við höfum skapað,“ segir Bjarni í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Fjöldi gjaldþrota

Að því er fram kemur í gögnum frá Hagstofunni eru líkur á því að um 1.100 fyrirtæki verði gjaldþrota á þessu ári. Er það mestur fjöldi gjaldþrota frá árinu 2012. Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að líkur séu á því að fleiri gjaldþrot kunni að koma fram á næstu árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert