Magnað myndskeið af geitungi festast í Venusargildru

Inga Þóra Þóroddsdóttir náði mögnuðu myndskeiði af geitungi festast í Venusargildru, einnig þekkt sem flugugrípa. 

Venusargildrur eru þekktar fyrir að grípa um og melta flugur, köngulær og önnur skordýr. Inga Þóra segir að plantan hafi ekki étið geitung áður, en að hún hafi aftur á móti étið húsflugur áður. 

Það voru grimm örlög geitungsins sem er enn í plöntunni að sögn Ingu Þóru. 

Inga Þóra deildi myndskeiðinu á Facebook-hóp fyrir áhugafólk um ýmsar plöntur. Þar voru skiptar skoðanir á plöntunni, sumir vorkenndu geitungnum og þóttu plantan heldur ógeðsfelld á meðan aðrir spurðu hvar hægt væri að fjárfesta í álíka plöntu.  

Geitungurinn er enn fastur í plöntunni.
Geitungurinn er enn fastur í plöntunni. Ljósmynd/Inga Þóra Þóroddsdóttir
mbl.is