Malbika fjallveginn um Vatnsskarð

Allt er gott sem endar vel. Stefnt er að því …
Allt er gott sem endar vel. Stefnt er að því að klára lagningu bundins slitlags um Vatnsskarð í sumar. Vegurinn klárast að fullu eftir tvö ár. mbl.is/BJB

Héraðsverk ehf. vinnur nú að lagningu bundins slitlags um Vatnsskarð, fjallveg sem liggur að Borgarfirði eystri.

Reiknað er með að framkvæmdum ljúki í sumar, en ekki verður bundið slitlag alla leið þar sem eftir mun standa 15 kílómetra kafli að sögn Jóns Þórðarsonar sveitarstjóra.

Hann segir um að ræða verulega búbót fyrir heimamenn og að það sé ánægjulegt þegar framkvæmdin fer fram. Spurður hvort heimamenn séu óþreyjufullur yfir því að ekki sé gangi að klára allan veginn í sumar svarar hann: „Ekkert meira en venjulega held ég. Það var byrjað á veginum '55 þannig að það er nú kominn tími á hann.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert