Með vélarvana bát í togi

Frá höfninni Húsavík.
Frá höfninni Húsavík. mbl.is/Helgi Bjarnason

Um hálfsex í morgun var björgunarsveitin Garðar á Húsavík kölluð út vegna vélarvana báts við Lundeyjarbreka úti fyrir Norðausturlandi. 

Um 45 mínútum síðar voru björgunarmenn komnir með bátinn í tog aftan í björgunarbátnum og eru á leið með hann til hafnar. Góðar aðstæður eru á svæðinu og ekkert amar að bátsverja að því er segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

mbl.is