Pípí flaug út í frelsið

Þrastarunginn Pípí vakti athygli í síðustu viku þar sem hann fékk skjól í unglingaherbergi í Kópavogi eftir að hafa lent í gini kattar. Eftir að hafa fengið næringu frá móður sinni á svölum heimilisins braggaðist hann og byrjaði að æfa flugtökin. Fyrir helgi tók hann svo flugið á vit ævintýranna sem tókst að fanga á mynd eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði.

Allt er gott sem endar vel.

Þrátt fyrir að vera ekki mjög glaðlegur á að líta …
Þrátt fyrir að vera ekki mjög glaðlegur á að líta virðist Pípí hafa líkað dvölin hjá Gabríel ágætlega. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is