Þjóðskrá biður um frest

Þrjú létust í eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg.
Þrjú létust í eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þjóðskrá hefur óskað eftir frest til 24. ágúst til að svara fyrirspurn Umboðsmanns Alþingis um eftirlit stofnunarinnar með skráningu lögheimilis og aðseturs. Tekið er fram að æskilegt sé að svar berist fyrir formlegan frest. Þetta staðfestir Ingibjörg Þóra Sigurjónsdóttir, rekstrarstjóri Umboðsmanns Alþingis.

Fyrirspurnin var send í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um eldsvoðann á Bræðraborgarstíg 1. Þar kom fram að 73 einstaklingar hefðu verið með skráð lögheimili í húsinu á Bræðraborgarstíg sem brann.

Umboðsmaður óskaði eftir að Þjóðskrá upplýsi á hvaða forsendum forstjóri stofnunarinnar byggi þá afstöðu sína að ekki séu takmörk á því samkvæmt lögum hve margir séu skráðir með lögheimili í hverju húsi eða íbúð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert