Tvö innanlandssmit

Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Tvö ný kórónuveirusmit greindust innanlands síðasta sólarhring. Bæði greindust hjá Íslenskri erfðagreiningu, þar sem 59 sýni voru tekin. Eitt virkt smit greindist við landamærin, en niðurstöðu úr mótefnamælingu er beðið í einu tilfelli.

Alls eru 114 í einangrun með virk kórónuveirusmit á landinu, þar af tveir á sjúkrahúsi og einn á gjörgæslu. 938 eru í sóttkví.

173 sýni voru tekin hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og 2.929 á landamærunum. Er það langmesti fjöldi sýna sem tekinn hefur verið á landamærunum á einum degi frá 15. júní.

mbl.is