Vilja meiri arð af Fljótsdalsstöð

Fljótsdalsstöð. Arðsamt orkuver austur á landi sem skilar sveitarfélaginu miklu.
Fljótsdalsstöð. Arðsamt orkuver austur á landi sem skilar sveitarfélaginu miklu. mbl.is/Sigurður Bogi

Skoða þarf hvort sanngjarnt sé að sveitarfélög fái í ríkari mæli að njóta arðs af nýtingu auðlinda innan landamæra sinna, segir Helgi Gíslason, sveitarstjóri Fljótsdalshrepps.

Tekjur hreppsins af Fljótsdalsstöð, virkjun sem margir kenna við Kárahnjúka, eru liðlega 100 milljónir króna á ári; það er fasteignagjöld.

Sveitarstjórinn bendir hins vegar á að ef norskar reglur giltu á Íslandi ættu um 1,5 milljarðar kr. að renna til hreppsins. Þeir fjármunir kæmu sér vel til margvíslegrar uppbyggingar í hreppnum, þar sem lítill áhugi meðal íbúa er á sameiningu við önnur sveitarfélög, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert