Ákærðir fyrir peningaþvætti og skattalagabrot

Ljósmynd/Aðsend

Tveir karlmenn á fimmtugs- og sextugsaldri hafa verið ákærðir af embætti héraðssak­sókn­ara fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti í rekstri einkahlutafélags sem nú er gjaldþrota.

Mönnunum er gefið að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum einkahlutafélagsins á árunum 2016 og 2017, samtals að fjárhæð 9,2 milljónum króna.

Þeim er einnig gefið að sök að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, samtals að fjárhæð sex milljónum króna.

Enn fremur eru mennirnir ákærðir fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað einkahlutafélaginu ávinnings af brotum, samtals að fjárhæð 24 milljónum króna, og nýtt ávinninginn í þágu rekstrar félagsins og eftir atvikum í eigin þágu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert