Blaðamannafundur almannavarna

Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller. Ljósmynd/Lögreglan

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til blaðamannafundar klukkan 14, en fundurinn er haldinn í Katrínartúni 2. 

Í tilkynningu frá almannavörnum segir að Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir muni fara yfir stöðu mála sem varða faraldur kórónuveirunnar hér á landi, ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni.

Gestur fundarins verður Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga.

mbl.is