Ekkert nýtt innanlandssmit

Sýni rannsökuð á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Sýni rannsökuð á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. mbl.is/Árni Sæberg

Ekkert nýtt smit greindist inn­an­lands síðasta sól­ar­hring.

Þrjú virk smit greindust við skimun á landamærum, en beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælinga úr tveimur einstaklingum til viðbótar sem greindust þar með veiruna. Einn greindist enn fremur með mótefni fyrir veirunni á landamærunum.

Þetta kem­ur fram á upplýsingavef stjórnvalda, covid.is.

Aldrei fleiri sýni tekin á landamærunum

289 sýni voru tek­in hjá sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans og 3.105 á landa­mær­un­um. Aldrei hafa fleiri sýni verið tekin á landamærunum en næstflest voru þau á sunnudag, 2.929 talsins.

56 sýni voru tek­in hjá Íslenskri erfðagrein­ingu.

Alls eru 114 manns í ein­angr­un með virk smit og 839 í sótt­kví.

Tveir liggja inni á sjúkrahúsi og þar af er einn í gjör­gæslu.

mbl.is