Eldflaug Skyrora skotið frá Langanesi

Skylark L eldflaug skoska fyrirtækisins Skyrora í prófunum.
Skylark L eldflaug skoska fyrirtækisins Skyrora í prófunum.

Skoska fyrirtækið Skyrora er nú á lokastigum leyfisveitinga vegna tilraunaskots Skylark Micro eldflaugar fyrirtækisins á Langanesi. Fyrsti skotglugginn er frá 12. til 16. ágúst.

Markmið tilraunanna frá Langanesi er að prófa rafeinda- og samskiptabúnað eldflaugarinnar auk æfinga á skotferlum fyrirhugaðra áætlunarskota. Atli Þór Fanndal hjá Geimvísinda- og tækniskrifstofunni segir að eldflaugin fari um 30 kílómetra upp í loftið, sem sagt ekki alveg út í geim.

„Skyrora er fyrirtæki sem hefur verið að þróa smærri gerðir af eldflaugum sem hafa það hlutverk að flytja gervihnetti út í geim. Það vill svo til að Ísland hentar ágætlega fyrir slíkt svo þau leituðu eftir því fyrir um 7 mánuðum að fá að gera þetta tilraunaskot hér,“ segir Atli. Um er að ræða fyrstu eldflaugina sem skotið verður héðan í 50 ár, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert