Enginn fótur fyrir sögusögnum um vændi

Frá fundi almannavarna í dag.
Frá fundi almannavarna í dag. Ljósmynd/Lögreglan

Spurður hvort eitthvað væri hæft í sögusögnum, um að einhver smit sem nú séu virk megi rekja til vændissölu að utan, svaraði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn neitandi.

„Nei, þetta er saga sem við höfum alveg heyrt og það er enginn fótur fyrir því samkvæmt okkar vinnu,“ sagði Víðir á blaðamannafundi almannavarna, eftir að fréttamaður RÚV hafði borið upp spurninguna.

„Ég hef ekki einu sinni heyrt þetta,“ bætti Þórólfur við.

mbl.is