Heimila nafn vegna tilfinningagildis

Mörg mál koma til úrskurðar mannanafnanefndar.
Mörg mál koma til úrskurðar mannanafnanefndar.

Mannanafnanefnd hefur heimilað umsækjanda notkun millinafnsins Haveland þótt nafnið uppfylli ekki öll skilyrði laga um mannanöfn, þar sem það er ekki dregið af íslenskum orðstofni.

Í úrskurði nefndarinnar frá 22. júní segir að undanþágan byggist á óáfrýjuðum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í sambærilegu máli frá 2015.

Dómurinn taldi að ekki bæri að skýra viðeigandi ákvæði mannanafnalaga samkvæmt orðanna hljóðan heldur beita rýmri skýringu til samræmis við ákvæði um friðhelgi einkalífs í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »