Vann fimm milljónir í Happdrætti Háskólans

Heppinn miðaeigandi í Happdrætti Háskóla Íslands vann fimm milljónir króna þegar hann fékk hæsta vinning í aðalútdrætti þegar dregið var í kvöld.

Fjöldi annarra miðaeigenda datt einnig í lukkupottinn og skipta rúmlega 3.500 vinningshafar með sér tæpum 107 milljónum króna. 

Þeirra á meðal er miðaeigandi sem fékk 500 þúsund króna vinning á sitt númer en þar sem hann er með trompmiða fær hann fimmfaldan vinning eða 2,5 milljónir króna. Þá fengu fimm miðaeigendur eina milljón króna hver.

mbl.is