4 í einangrun og 66 í sóttkví

Ekki gleyma því að tveggja metra reglan gildir líka í …
Ekki gleyma því að tveggja metra reglan gildir líka í sundlaugum landsins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fjórir eru í einangrun og 66 í sóttkví í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Einn ferðamaður greindist jákvæður í fyrradag en það var niðurstaða úr seinni skimun sem leiddi það í ljós. Samferðamenn hans hafa verið settir í sóttkví.

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur farið í verslanir og þjónustufyrirtæki til að fylgja því eftir að 100 manna hámarkið og 2ja metra reglan sé virt.

„Þetta er í flestum tilvikum í góðu lagi þótt sums staðar hafi þurft að bæta úr. Við viljum endilega minna ykkur á að 2ja metra reglan gildir líka í sundlaugum, á börum og á líkamsræktarstöðum,“ segir í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

mbl.is