Flestir með allt sitt á hreinu

Lögreglan fór í eftirlitsferð á átta veitingastaði í Kópavogi og Breiðholti í gærkvöldi. Flestir staðir með allt sitt á hreinu og til fyrirmyndar. Lögreglan leiðbeindi starfsfólki og aðstoðaði við að gera betur ef það óskaði þess. Gerð var athugasemd á einum stað þar sem það vantaði spritt í sal og ætlaði starfsfólk að lagfæra það strax. 

Brotist var inn í fyrirtæki í Austurbænum (hverfi 104) í nótt. Þar hafði rúða verið brotin í hurð, farið inn og stolið skiptimynt.

Í sama hverfi var bifreið stöðvuð af lögreglu á sjöunda tímanum í gær en ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna.

Um eitt í nótt var síðan bifreið stöðvuð í miðborginni en ökumaðurinn er grunaður um akstur gegn einstefnu, akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert