Grunnskólum í borginni fjölgar

Háaleitisskóli verður skipti í Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla
Háaleitisskóli verður skipti í Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Gert er ráð fyrir að skóla- og frístundastarf í Reykjavík hefjist 24. ágúst með hefðbundnum hætti, en undirbúningur fyrir haustið er í fullum gangi.

Grunnskólum í Reykjavík fjölgar þetta haustið úr 36 í 38.

Þrír nýjir skólar taka nú til starfa í norðanverðum Grafarvogi í stað tveggja áður. Áður voru þar Vættaskóli og Kelduskóli en verða frá og með hausti Borgaskóli, Engjaskóli og Víkurskóli sem er nýsköpunarskóli á Unglingastigi.

Þá mun Háaleitisskóli, sem var rekinn á tveimur starfsstöðvum skiptast í tvo skóla, Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla.

Óvenjumargir nýir skólastjórnendur hefja störf í grunnskólum borgarinnar þetta haustið.

Arnheiður Helgadóttir er nýr skólastjóri Klettaskóla en hún starfaði áður sem verkefnastjóri sérkennslu á skóla- og frístundasviði borgarinnar.

Árný Inga Pálsdóttir er nýr skólastjóri Borgaskóla en hún var áður skólastjóri Kelduskóla.

Álfheiður Einarsdóttir er nýr skólastjóri í Engjaskóla en hún var áður aðstoðarskólastjóri í Vættaskóla.

Berglind Stefánsdóttir er nýr skólastjóri í Hlíðaskóla en hún starfaði síðast sem skólastjóri Ål folkhögskole í Noregi.

Dagný Kristinsdóttir verður skólastjóri í Hvassaleitisskóla en hún starfaði síðast sem framkvæmdastjóri kennslu og þjónustu við Háskólann á Bifröst.

Helgi Gíslason er nýr skólastjóri í Fellaskóla en hann hefur verið aðstoðarskólastjóri þar síðastliðin ár. 

Rósa Harðardóttir tekur við stjórnartaumum í Selásskóla en hún starfaði áður sem verkefnastjóri við skólann.

Þuríður Óttarsdóttir er nýr skólastjóri í Víkurskóla en hún stýrði áður Vættaskóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert