Hafa vart náð að anna eftirspurn í sumar

Sæþotur. Í túrunum eru náttúruperlur skoðaðar auk þess sem reynt …
Sæþotur. Í túrunum eru náttúruperlur skoðaðar auk þess sem reynt er að rekast á hvali eða höfrunga. Ljósmynd/Halldór

„Þetta er langbesta sumarið fram til þessa. Við erum búin að vera með þetta í þrjú ár en aldrei hefur eins mikið verið að gera,“ segir Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri afþreyingarfyrirtækisins Fairytale At Sea (FAS).

Fyrirtækið er staðsett á Ólafsfirði og býður upp á útsýnisferðir á sæþotum um fjörðinn. Gefst gestum þar tækifæri til að berja náttúruperlur undir Ólafsfjarðarmúla augum. Þá er sömuleiðis siglt að hæsta strandbergi landsins, Hvannadalabjargi, að því er fram kemur í umfjöllun um þessa starfsemi í Morgublaðinu í dag.

Halldór hefur rekið fyrirtækið ásamt eiginkonu sinni, en alls eru þau með fjórar sæþotur á sínum snærum. Mest komast sjö í einn túr, en að meðaltali er farið í um tvær ferðir á dag. „Við erum með þrjár þotur þar sem tveir eru hámarkið og einstaka sinnum er einn með mér á þotu. Ég vil hins vegar helst hafa hana lausa,“ segir Halldór sem tekur fram að sjaldnast sé alveg fullt í ferðirnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »