Hverfandi líkur á að smitast aftur

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, segir líkurnar hverfandi á því að fólk geti smitast aftur af kórónuveirunni. Íslensk erfðagreining mun á næstunni rannsaka hvort þeir sem hafa smitast af veirunni en ekki myndað mótefni séu samt ónæmir.

Rætt var við Kára í kvöldfréttum RÚV.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að jafnvel þó einstaklingur sem veikst hafi af kórónuveirunni mælist ekki með mótefni geti hann verið með ann­ars kon­ar ónæmi, frumu­bundið ónæmi, sem ekki mæl­ist með mót­efna­mæl­ingu.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Lögreglan

Sagði Þórólf­ur að nán­ast all­ir sem fengið hafi kór­ónu­veiruna fengju sýk­ing­una ekki aft­ur.

Kári segir enginn dæmi um fólk sem hafi smitast aftur af veirunni. Um 9% þeirra sem veikjast mynda lítið eða ekkert mótefni en 4% virðast ekki mynda nein mótefni.

Engin ástæða sé fyrir fólk sem ekki myndi mótefni að vera óttaslegnara en þeir sem það gera.

mbl.is