Ístak bauð lægst í Vesturlandsveg

Vegagerð á Kjalarnesi.
Vegagerð á Kjalarnesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ístak hf. í Mosfellsbæ bauð lægst í breikkun hringvegar á Kjalarnesi, frá Varmhólum að Vallá, en tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í gær.

Ístak bauðst til að vinna verkið fyrir rúma 2,3 milljarða króna. Eitt annað tilboð barst í verkið, sameiginlegt boð Suðurverks hf. og Loftorku ehf. Það var tæpir 2,6 milljarðar. Áætlaður verktakakostnaður var rúmir 2,2 milljarðar.

Seinni áfangi boðinn út í haust

Um er að ræða breikkun á 4,13 km löngum kafla hringvegar. Breikka á núverandi tveggja akreina veg í 2+1-veg með aðskildum akbrautum. Í verkinu eru hringtorg, tvenn undirgöng úr stálplötum, áningarstaður, hliðarvegir og stígar.

Verkið í heild felur í sér breikkun vegarins á um níu kílómetra kafla milli Varmhóla í Kollafirði og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Seinni áfanginn, Vallá-Hvalfjörður, verður boðinn út í haust en verklok eru einnig áætluð 2023. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert