Með annars konar ónæmi þó ekki mælist mótefni

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir á fundinum í dag.
Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir á fundinum í dag. Ljósmynd/Lögreglan

Jafnvel þó einstaklingur sem veikst hafi af kórónuveirunni mælist ekki með mótefni getur hann verið með annars konar ónæmi, frumubundið ónæmi, sem ekki mælist með mótefnamælingu.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna, en hann sagði miður að fullyrðingar sem fram komu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær, um að ung kona sem ekki mældist með mótefni gæti smitast aftur af kórónuveirunni, hafi ekki verið borið undir sérfræðinga.

Sagði Þórólfur að nánast allir sem fengið hafi kórónuveiruna fengju sýkinguna ekki aftur.

Lagði fram fjölda tillagna

Þar að auki sagði Þórólfur ekki rétt sem fjallað var um í fjölmiðlum í gær að hann hafi lagt til tvöfalda sýnatöku fyrir alla sem kæmu til landsins. Hið rétt væri að hann teldi að út frá sóttvarnalegu sjónarmiði teldi hann það áhrifamest, en að hann hefði einnig lagt fram fleiri tillögur og að það væri stjórnvalda að velja þeirra á milli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert