Þeir sem greindust í gær ekki í sóttkví

Ljósmynd/Lögreglan

Fjögur innanlandssmit kórónuveiru greindust í gær og var enginn þeirra sem greindist í sóttkví. 

Raðgreining á veirunni sem fannst stendur yfir og ekki hefur tekist að tengja smitin hverju öðru eða smitum sem áður hafa komið upp. Alls eru 115 með virk smit á landinu.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna.

Undir 1% þeirra sjúklingasýna sem tekin hafa verið í seinni bylgju kórónuveirunnar hafa greins með veiruna, sem sýnir að fleiri pestir eru í samfélaginu. Þórólfur hvetur fólk þó áfram til að fara í sýnatöku sé það með einkenni kórónuveirunnar.

mbl.is