Árekstrar í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði

Tilkynnt var um árekstur tveggja bifreiða í austurborginni í kvöld. Var sjúkrabifreið send á vettvang en ekki reyndist þurfa að flytja neinn á slysadeild.

Báðar bifreiðar voru óökufærar eftir slysið og þurfti dráttarbíl til að fjarlægja þær, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Einnig var tilkynnt um árekstur í Hafnarfirði og var sjúkrabifreið kölluð til þar sem fólk kenndi sér meins eftir áreksturinn.

Í Garðabæ var bifreið ekið á ljósastaur og var hún talin óökufær eftir atvikið.

mbl.is