Farvel rannsakað af lögreglu

Úr auglýsingu Farvel fyrir Taílandsferðir.
Úr auglýsingu Farvel fyrir Taílandsferðir. Ljósmynd/Farvel

Tugir Íslendinga sátu eftir með sárt ennið við gjaldþrot ferðaskrifstofunnar Farvel vegna ferða sem greitt var inn á en aldrei voru farnar. Fjölskylda ein tapaði yfir þremur milljónum króna. Málið er rannsakað af lögreglu en líkt og mbl.is greindi frá í janúar vísaði Ferðamála­stofa þá máli ferðaskrif­stof­unn­ar Far­vel til lög­reglu

Ferðamála­stofa aft­ur­kallaði rekstr­ar­leyfi ferðaskrif­stof­unn­ar í des­em­ber þar sem fyr­ir­tækið upp­fyllti ekki leng­ur skil­yrði laga um pakka­ferðir og sam­tengda ferðatil­hög­un um skil gagna og hafði ekki sinnt ákvörðun Ferðamála­stofu um hækk­un trygg­ing­ar­fjár­hæðar. 

Fréttablaðið greinir frá því í dag að Ferðamálastofu bárust 76 kröfur í tryggingasjóð vegna Farvel. Meðalendurgreiðsla var um 10 prósent. „Þetta er eitt dæmi þess að við mælum hiklaust með því að fólk greiði slíkar ferðir með greiðslukortum,“ segir Helena Þ. Karlsdóttir, forstöðumaður hjá Ferðamálastofu.

Spurð af blaðamanni Fréttablaðsins af hverju ekki hafi verið fyrr gripið inn í gagnvart Farvel segir Helena að slíkar stjórnsýslulegar ákvarðanir taki einfaldlega tíma. „Þetta er mjög öfgakennt dæmi og sem betur fer sjaldgæft að slíkir viðskiptahættir eigi sér stað. Við teljum að þarna hafi saknæmt athæfi átt sér stað og bíðum nú niðurstöðu lögreglurannsóknar,“ segir Helena Þ. Karlsdóttir. 

Eiríkur Jónsson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands og einn þeirra sem hafði greitt inn á ferð hjá Farvel, segir við Fréttablaðið að erindi vegna linkindar Ferðamálastofu gagnvart Farvel hafi verið sent umboðsmanni Alþingis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert