Fjórtán í sóttkví vegna smitsins á Hömrum

Hjúkrunarheimilið Hamrar í Mosfellsbæ.
Hjúkrunarheimilið Hamrar í Mosfellsbæ. Skjáskot/ja.is

Tíu íbúar og fjórir starfsmenn á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ eru í sóttkví eftir að starfsmaður í umönnun greindist með kórónuveiruna.

Þetta er haft eftir Kristínu Högnadóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunarsviðs á Hömrum, Skjóli og Eir, í viðtali á Vísi.

Starfsmaðurinn er sagður hafa mætt til vinnu eftir orlof í fyrradag og hafi verið við störf í umönnun í rúma tvo tíma þegar hann frétti að náinn aðstandandi hafi greinst með kórónuveiruna.

Aðrar deildir Hamra munu vera lokaðar í tvær vikur vegna atviksins, en meiri ráðstafanir voru gerðar vegna þeirra íbúa sem starfsmaðurinn annaðist.

mbl.is