Forðast ferðir vegna takmarkana

Þyrlur mega ekki lenda hvar sem er.
Þyrlur mega ekki lenda hvar sem er. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Ýmist eru lendingar loftfara í þjóðgörðum og friðlýstum svæðum bannaðar eða háðar sérstöku leyfi hverju sinni. Bið eftir leyfinu er 1-3 dagar og reynist því þyrluþjónustum stundum erfitt að sinna eftirspurn eftir ferðum á umrædd svæði.

Framkvæmdastjóri þyrluþjónustunnar Helo og framkvæmdastjóri Reykjavík Helicopters segja að þeir forðist að mestu að bjóða upp á ferðir til ákveðinna svæða og hafi jafnvel hafnað fyrirspurnum.

Þeir telja báðir að of langt sé gengið í umræddum bönnum. Þeir kalla eftir auknu samráði og telja að þeir og aðrir hagsmunaaðilar í fluginu hafi verið sniðgengnir við flestar ákvarðanir í þessu samhengi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert